Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Þessi þjónusta – skiptir hún einhverju máli?

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 21. maí kl. 8:30-10:00

Nýverið hlaut verslun Bláa Lónsins við Laugaveg Njarðarskjöldinn, verslunarverðalun sem veitt eru meðal verslana í miðborginni sem miða einkum á ferðamenn. Í umsögn dómnefndar um verðlaunin var sérstaklega tekið fram að verslunin bar af þegar kom að þjónustu.

Mikilvægi góðrar þjónustu verður seint ofmetið, ekki síst nú þegar fólk sækir í auknum mæli verslun og þjónustu í sjálfsafgreiðslu í gegnum netið. Fyrir verslanir getur þjónustuupplifunin skipt sköpum í samkeppni við netið en ekki síður til að ná sölunni þegar viðskiptavinurinn er kominn inn fyrir þröskuldinn. Þjónustufyrirtæki eru í harðri samkeppni og það skiptir öllu máli hvernig upplifunin er af þjónustunni þegar viðskiptavinurinn velur þjónustuaðila. Umsagnir og einkunnagjöf á netmiðlum geta hreinlega verið lífsspursmál fyrir mörg fyrirtæki, einkum í ferðageiranum.

Við fáum til okkar Fanney Þórisdóttur sem sér um þjálfun starfsfólks Bláa Lónsins. Fanney mun tala um mikilvægi þjálfunar starfsfólks þegar kemur að þjónustu og gefa okkur innsýn í hvernig þessir hlutir eru gerðir hjá Bláa Lóninu.

Fanney starfar hjá Bláa lóninu við fræðslustōrf. Fanney hóf stōrf sem gestgjafi Bláa lónsins árið 2016 en undinfarið ár hefur Fanney þróað og kennt fjōlbreyttar fræðsludagskrá innan Bláa lónsins fyrir starfsmenn í SPA á Silica og Retreat hótel og unnið markvisst starf með verslunum Lónsins og sōlu- og þjónustudeild. Hún er einnig annar eigenda markþjálfunar- og fræðslu fyrirtækisins Lífsstefnu og er landsforseti JCI á Íslandi árið 2019.

Fanney er tómstunda- og félagsmálafræðingur og stjórnendamarkþjálfi að mennt. Hennar helsta sérgrein er samskipti og líkamstjáning og hefur hún setið fjölbreytt námskeið hérlendis og erlendis uim það efni. Frá árinu 2012 hefur Fanney leiðbeint bæði börnum og fullorðnum á hinum ýmsu námskeiðum sem miða að ræðumennsku og framkomu, samskiptum og líkamstjáningu, menningarlæsi, viðburðarstjórnun og leiðtogafræði svo dæmi séu tekin.  

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.

 

SKRÁNING

* indicates required




Fylgstu með!

Exit mobile version