Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Tollasamningur við Kína undirritaður

Samningur Kína og Íslands

Viðskiptablaðið greinir í dag frá nýundirrituðum tollasamningi Íslands við Kína.

Í frétta blaðsins kemur m.a. fram að fyrr í þessum mánuði skrifuðu kínversk tollayfirvöld og ríkisskattstjóri undir svokallaða AEO-vottun á tollaráðstefnu í Shenzhen í Kína. Samhliða samkomulaginu sem Kína gerði við Ísland var einnig undirritaður svipaður samningur við afríska ríkið Búrúndí.

AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni.

Að sögn skattsins er kerfinu er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Íslensk fyrirtæki sem gegna hlutverki í þessari vörukeðju geta sótt um að hljóta slíka vottun.

SMELLA HÉR fyrir alla greinina. 

 

Exit mobile version