Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Vel heppnaðar vinnustofur með BravoEarth um umhverfisstefnu

Vilborg og Kjartan hjá BravoEarth

Nýlega bauðst fyrirtækjum innan SVÞ að sækja vinnustofur með þeim Vilborgu Einarsdóttur og Kjartani Sigurðssyni frá BravoEarth. Á vinnustofunum fóru þau Vilborg og Kjartan yfir helstu atriði sem snúa að mótun, utanumhaldi og innleiðingu umhverfisstefnu.

Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við okkur sem hafa áhuga á vinnustofu sem þessari en höfðu ekki tök á að taka þátt þegar þær fóru fram. Ef næg þátttaka fæst eru þau Vilborg og Kjartan tilbúin að skella í eina vinnustofu í viðbót. Áhugasamir vinsamlegast smelli hér og skrái sig og við munum vera í sambandi!

Fyrirtæki um allan heim eru að móta og innleiða umhverfisstefnu með það að markmiði að minnka sóun, nýta auðlindir betur og axla þannig ábyrgð fyrir framtíðina. Umhverfisstefna snertir alla starfsemi fyrirtækisins og er því mikil áskorun fólgin bæði í mótun og innleiðingu, þ.e. að framfylgja stefnunni. Mikilvægt er að virkja starfsmenn til að geta samstillt aðgerðir og fá starfsmenn til að breyta hegðun.

Ávinningur við innleiðingu á umhverfisstefnu er m.a.:

Við hvetjum öll fyrirtæki, hvort sem er í verslun, þjónustu eða öðrum geirum, til að huga vel að þessum málum.

Exit mobile version