Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, kom Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, fram og lýsti áhyggjum af stöðugum innbrotum í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Hann greindi frá því að erlendir glæpahópar séu nú sérstaklega virkir í að herja á íslenskar verslanir.
„Við höfum fengið upplýsingar um að þjófagengi frá útlöndum starfi hér á landi með mjög skipulegum hætti,“ sagði Benedikt ma. í viðtalinu.
„Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“
Samkvæmt Benedikt hafa verslanir orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessara innbrota. Hann hvatti bæði almenning og verslunareigendur til að vera á varðbergi. „Það er gríðarlega mikilvægt að verslanir efli sínar varnir, t.d. með því að endurskoða öryggismyndavélakerfi og tryggja að öryggisþjónustur séu virkar,“ sagði hann.
Benedikt minnti einnig á að lögreglan hafi ítrekað kallað eftir aðstoð almennings við að tilkynna grunsamlega hegðun.
Þjófgengi ræna af eldri konum
Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum.
Í grein Visis er vitnað í Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja.
„Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt.“
„Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ bendir Benedikt einnig á.
Hægt er að lesa alla greinina og horfa á viðtalið HÉR.