Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Enn má Daði leiðrétta

Eftirfarandi grein frá Benedikt S. Benediktssyni, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu birtist á VISI í dag.

Í umræðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á Alþingi, hinn 29. janúar 2026, svaraði fjármála- og efnahagsráðherra spurningu um hvernig ráðherrann ætlaði sér að bregðast við í ljósi fréttaflutnings af aukinni verðbólgu. Í svari ráðherra kom eftirfarandi m.a. fram:

„[Þ]að er auðvitað mikið áhyggjuefni að verðbólga sé að hækka. Það er hins vegar mjög mikilvægt að við rýnum þessar tölur og skoðum í grunninn hver ástæðan er. Það hefur orðið töluverð umræða um það, og kemur raunar fram í máli hv. þingmanns, að stjórnarandstaðan hafi varað við áhrifum breytinga á kílómetragjaldi og vörugjöldum af bifreiðum á vísitölu neysluverðs. Nú liggur mat Hagstofu Íslands fyrir og það kemur í ljós að áhrifin eru nákvæmlega í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið spáði og að hækkunin sem er að verða núna á verðbólgu er vegna annarra þátta, þ.e. hækkunar á eldsneytisverðinu sjálfu og álagningar eldsneytis eða annarra slíkra þátta og álagningar á bifreiðar. Það er auðvitað slæmt þegar breytingar eru notaðar til að réttlæta hækkanir.“

Lög og regla

Það dylst fáum að með framangreindum orðum fór ráðherra þá leið að frábiðja sér gagnrýni á gerðir eigin ríkisstjórnar og stjórnarmeirihluta með því að benda á aðra meinta sökudólga. Með öðrum orðum skellti ráðherra skuldinni á aðra, gerði þá að blóraböggli eða benti á meintar syndir annarra (e. whataboutism). Þá bætti ráðherra um betur og gaf til kynna að niðurstaðan hefði að verið í samræmi við væntingar og mat ráðuneytis hans.

Það er ekki laust við að manni verði hugsað til texta viðlagsins í „Lög og regla“ eftir Bubba Morthens.

Þetta var ekki ég, þetta voru bílasalarnir!

Í tilefni af ásökun ráðherra gagnvart söluaðilum ökutækja er rétt að benda á eftirfarandi:

Það þarf varla að rekja frekar að þegar ráðherra benti á aðra beindust a.m.k. fjórir fingur að honum sjálfum.

Þetta var ekki ég þetta voru olíufélögin!

Samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2% síðastliðna tólf mánuði og hækkaði hún um 0,38% á milli mánaða. Í fréttinni er stiklað á stóru m.t.t. undirliða sem tóku milli mánaða breytingum og m.a. tekið fram að bensínverð hafi lækkað um 27,4%, dísilverð um 24,2% en veggjöld hækkað um 633,4% vegna kílómetragjalds.

Í tilefni af ásökun ráðherra gagnvart söluaðilum eldsneytis er rétt að benda á eftirfarandi:

Það þarf varla að rekja frekar að þegar ráðherra benti á aðra beindust a.m.k. fjórir fingur að honum sjálfum, aftur.

Að handboltanum

Góður íþróttafréttamaður sagði eitt sinn: „Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara. Hver er hann?“ Ég geri þennan endapunkt að mínum en spyr um ráðherrann en ekki Alexander Peterson.

 

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins

 

  1. https://vb.is/skodun/dadi-ma-leidretta/
  2. Sjá bls. 6 hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/157/157-417.pdf
  3. Sjá bls. 5 hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/157/157-729.pdf
  4. Sjá hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/157/157-1203.pdf

 

Exit mobile version