Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Opin ráðstefna 'Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu'

Breytingar á kostnaði við smágreiðslumiðlun.

Í nýlegu riti Seðlabanka Íslands, Kostnaður við smágreiðslumiðlun, er að finna mat bankans á kostnaði við notkun ólíkra greiðslumiðla, þ.e. einkakostnaði og samfélagskostnaði af smágreiðslumiðlun.

Af umfjölluninni virðist leiða að töluverðar breytingar hafi orðið á greiðsluhegðun og hagkvæmni í rafrænni greiðslumiðlun hafi aukist undanfarin ár. Á móti hefur samfélagskostnaður af notkun reiðufjár aukist á sama tíma og hlutur kostnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur minnkað.

Með öðrum orðum fer kostnaður við greiðslu, móttöku og meðhöndlun reiðufjár hækkandi. Eins fyrirtæki í verslun og þjónustu þekkja hvíla verulega íþyngjandi skyldur á þeim fyrirtækjum sem taka við reiðufjárgreiðslum sem nema hærri fjárhæðum í krónum en sem nemur 10 þúsund evrum. Það er því orðið verulegt áhorfsefni hvort og að hvaða leyti það er skynsamlegt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu að taka við reiðufé.

Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif það mundi hafa fyrir íslensk fyrirtæki að stíga það skref að hafna móttöku reiðufjárgreiðslna. Ekki er víst að viðtökur allra samfélagshópa yrðu góðar. Þá þarf væntanlega einnig að huga að hlutverki reiðufjár t.d. þegar posarnir virka ekki af einhverjum sökum.

Þetta ætlum við að ræða á ráðstefnu SVÞ og SFF hinn 1. júní nk. á Grand hótel Reykjavík þar sem við fáum innsýn í reynslu sænsku verslunarinnar af minnkandi notkun reiðufjár.

Aðildarfyrirtæki SVÞ eru eindregið hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna, ekki síst fjármálastjóra og aðra þá sem þurfa að þekkja til breytinga sem mögulega eru í farvatninu. Ætla má að fyrirtæki sem taka á móti greiðslum neytendum ættu að líta svo á að þar sé á ferðinni ráðstefna sem ekki sé skynsamlegt að láta fram hjá sér fara.

 

SMELLTU HÉR til að skrá þig á ráðstefnuna. 

Exit mobile version