Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Fólk ferðast og það eyðir ekki sömu pen­ing­un­um tvisvar!

SVTH - FRÉTTIR

Morgunblaðið birtir í gær viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann er m.a. spurður út í breyttar verslunarhegðanir íslendinga á tímum tilboðsdaga s.s. dagur einhleypra, (Singles Day), Svartur föstudagur (Black Friday) og rafrænn mánudagur (Cyber Monday).

Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að „Bara fyr­ir ör­fá­um árum var versl­un í des­em­ber 40% meiri en í nóv­em­ber. Núna er mun­ur­inn 20%. Des­em­ber er enn þá af­ger­andi stærst­ur en mun­ur­inn hef­ur minnkað á milli þess­ara tveggja mánaða síðan svona 2018-2019 sem eru eig­in­lega einu sam­an­b­urðar­hæfu árin. Það er eig­in­lega úti­lokað að taka árin 2020 og 2021 til sam­an­b­urðar.“ 

Þá bendir Andrés einnig á að Covid-árin ekki vera sam­an­b­urðar­hæf því þá ferðuðust Íslend­ing­ar lítið til út­landa. Viðskipti hafi gengið vel fyr­ir sig hér á landi af þeirri ástæðu.

„Nú er miklu stærri hluti viðskipta sem fer fram er­lend­is. Íslend­ing­ar ferðast eins og ég veit ekki hvað,“ seg­ir Andrés.Hann seg­ir ut­an­lands­ferðir Íslend­inga eitt­hvað spila inn í sölu hér á landi en minna sé um að flug­fé­lög­in aug­lýsi bein­lín­is versl­un­ar­ferðir til út­landa eins og áður var gert „Engu að síður, fólk ferðast og það eyðir ekki sömu pen­ing­un­um tvisvar, svo mikið er víst.“ segir Andrés að lokum.

SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið.

Exit mobile version