Morgunblaðið birtir í gær viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann er m.a. spurður út í breyttar verslunarhegðanir íslendinga á tímum tilboðsdaga s.s. dagur einhleypra, (Singles Day), Svartur föstudagur (Black Friday) og rafrænn mánudagur (Cyber Monday).
Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að „Bara fyrir örfáum árum var verslun í desember 40% meiri en í nóvember. Núna er munurinn 20%. Desember er enn þá afgerandi stærstur en munurinn hefur minnkað á milli þessara tveggja mánaða síðan svona 2018-2019 sem eru eiginlega einu samanburðarhæfu árin. Það er eiginlega útilokað að taka árin 2020 og 2021 til samanburðar.“
Þá bendir Andrés einnig á að Covid-árin ekki vera samanburðarhæf því þá ferðuðust Íslendingar lítið til útlanda. Viðskipti hafi gengið vel fyrir sig hér á landi af þeirri ástæðu.
„Nú er miklu stærri hluti viðskipta sem fer fram erlendis. Íslendingar ferðast eins og ég veit ekki hvað,“ segir Andrés.Hann segir utanlandsferðir Íslendinga eitthvað spila inn í sölu hér á landi en minna sé um að flugfélögin auglýsi beinlínis verslunarferðir til útlanda eins og áður var gert „Engu að síður, fólk ferðast og það eyðir ekki sömu peningunum tvisvar, svo mikið er víst.“ segir Andrés að lokum.
SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið.