Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Heildar greiðslukortavelta jókst um tæp 16,3% í desember | RSV

Kortavelta á Íslandi desember 2022

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður á heildar greiðslukortaveltu í desember 2022.  Þar kemur fram að einkaneysla í jólamánuðinum var kröftug.

En heildar greiðslukortavelta hérlendis í desember sl. nam rúmum 115,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 16,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortaveltu í desember sl. hefur verið bætt við tímaröð kortaveltu RSV á Sarpi.

Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 99,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 10,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 16,1 milljarði kr. og jókst um 77,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í desember sl. var 7% en framlag innlendra korta 9,2%.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV – HÉR – 

Exit mobile version