Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Mikil óvissa blasir við hjá skipafélögum

Óvissa og aukinn kostnaður blasir við - VB.is Nóv 2023

Viðskiptablaðið birtir í blaði sínu í dag viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu um þá óvissu og aukinn kostnað sem blasir við skipafélögum samkvæmt drögum að frumvarpi um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir – ETS-kerfið svokallaða.  En þau voru birt í samráðsgátt á dögunum.  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á nokkrum EES-gerðum, þar á meðal að sjóflutningar muni frá áramótum færast undir kerfið.  Samkvæmt þeim munu skipafélögin því þurfa að kaupa losunarheimildir á markaði til að gera upp losun sína frá og með 2025.

Ákvörðunin um að fella skipaflutninga undir ETS-kerfið hefur vakið athygli en Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð skiluðu inn sameiginlegri umsögn þegar áform um lagafrumvarpið komu fram í samráðsgátt stjórnvalda í lok september síðastliðnum.

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir enn margt á huldu. „Það sem fyrst og fremst blasir við skipafélögunum núna er bara óvissa og hún helgast í fyrsta lagi af því að þau vita ekki undir lögsögu hvaða ríkis siglingarnar verða felldar og það gerist ekki fyrr en framkvæmdastjórnin er búin að birta sinn lista. Svo hef ég haft veður af því að það sé mjög erfitt að nálgast upplýsingar um það erlendis frá hvernig fyrirkomulagið verður í raun og veru á gagnaskilum um losun.“

Sjá heildar viðtal inná Viðskiptablaðinu:  Óvissa og aukinn kostnaður blasir við (vb.is)

Mynd frá VB.is

Exit mobile version