RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar hefur kynnt nýja og yfirgripsmikla skýrslu um erlenda netverslun sem gefur íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum einstakt tækifæri til að greina áhrif erlendrar netverslunar á þeirra starfsemi.
Skýrslan er sérsniðin að þörfum fyrirtækja sem vilja skilja þróun markaðarins og nýta sér innsýnina til stefnumótunar.
Skýrslan inniheldur m.a.:
- Spálíkan um þróun innlendrar verslunar og netverslunar til ársins 2030.
- Spálíkan um þróun erlendrar netverslunar til ársins 2030.
- Nýjustu tölur um erlenda netverslun, brotnar niður eftir:
- Stærstu útflutningslöndum.
- Grófum verslunarflokkum.
- Undirflokkum og yfirtollflokkum.
Fyrirtæki fá því nákvæma yfirsýn yfir hvað Íslendingar eru að panta á netinu og frá hvaða löndum. Auk þess eru birtar niðurstöður rannsókna frá 2020, 2021 og 2024 sem skoða meðal annars hvort íslenskar verslanir séu nýttar sem „mátunarklefar“ og hvernig neytendur kjósa að fá vörur afhentar úr netverslunum.
Til að tryggja skýra kynningu á efni skýrslunnar er boðið uppá frían persónulegan kynningafund á Teams þar sem farið er yfir helstu niðurstöður.
Verð á skýrslunni fyrir áskrifendur Veltunnar 69.900 kr. en fyrir aðra 79.900 kr.
Við hvetjum stjórnendur í verslunar- og þjónustugeiranum til að nýta þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á markaðnum og aðlaga rekstraráætlanir að þróuninni.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við forstöðumann RSV Klöru Símonardóttur á netfangið: klara(hja)rsv.is