Með gildistöku ákvæða laga nr. 103/2021 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) um næstu áramót verða töluverðar breytingar á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem einkum munu koma fram í hærra og breiðara úrvinnslugjaldi en áður. Vegna ákvæða laganna munu verkefni Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar hf. aukast að umfangi. Til grundvallar liggur hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er lögunum ætlað að leiða fram hegðunarbreytingar í átt til kostnaðarskilvirkni.
Á sérstökum viðburði SA þann 26.október s.l. fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ dýpra ofaní gildistöku ákveða laganna. Eygerður Margrétardóttir fór ofaní hvað lögin þýða fyrir sveitarfélögin og Þorsteinn Víglundsson fór yfir áskoranir og tækifæri fyrirtækja. Þá stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags og samskiptasviði SVÞ sérstökum pallborðsumræðum.
Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér fyrir neðan.