Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

RSV | Kortanotkun innanlands stendur nánast í stað

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 23.nóvember viðtal við forstöðukonu Rannsóknaseturs verslunarinnar RSV, Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur um kortaveltu landsmanna innan og utan landsteinanna.

Í viðtalinu segir Sigrún Ösp m.a. að greiðslukortanotkun Íslendinga hefur verið að aukast það sem af er þessu ári og er aukningin nær alfarið komin til vegna ferðalaga landsmanna út í heim.  Þá bendir hún á að þrátt fyrir að kortanotkun innanlands standi nánast í staðámilli ára þá þurfi kaupmenn ekki að kvíða jólavertíðinni fram undan. „Það hefur verið mikill kraftur í einkaneyslunni á árinu en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar á þessu ári sé frekar drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og af aukinni veltu erlendis, en utanlandsferðum Íslendinga hefur fölgað mikið í ár. Kortaveltan gefur til kynna að einkaneysla verði áfram kröftug út árið,“ segir hún.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Exit mobile version