Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, var í viðtali í Brennslunni á FM957 þann 6. desember sl. í kjölfar greinar sem hún skrifaði á Vísi 5. desember sl. Hún ræddi um hægagang menntakerfisins og hversu erfitt virðist vera að gera breytingar. Einnig ræðir hún m.a. þröngar tímaskorður í kjarasamningum kennara sem koma í veg fyrir nauðsynlegan sveigjanleika, kerfið sem ver sjálft sig og að í þessum málum virðist gleymast að eiga samtalið við kennara. Sjálfstæðir skólar eru hlutfallslega mun fleiri í nágrannalöndunum, þ.á.m. á Norðurlöndunum, gefa fólki valkosti í menntakerfinu og reynslan af þeim er almennt mjög góð. Þrátt fyrir það eiga sjálfstæðir skólar á brattann að sækja í íslensku menntakerfi.
Hlusta má á viðtalið í upptöku af þættinum hér, og hefst viðtalið á ca. 54:35 mín: https://www.visir.is/k/617dc052-3d40-4dc1-82b7-20c0314c3ac7-1575626409684