Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Námskeið: Sölubestun vefverslana, 24. október kl. 9:00-12:00

Vefverslanir: Sölubestun (e. Conversion rate optimization). Hvernig nærðu hámarks sölu í vefversluninni þinni?

Á námskeiðinu lærir þú hvernig þú getir getur gert einfaldar breytingar á vefsíðunni þinni til þess að auka sölu og ánægju viðskiptavina. Farið verður yfir vefgreiningar og hvernig hægt er að sjá hvort og hvar vandamál eru sem þarf að laga. Í kjölfarið verður farið yfir algengustu atriðin sem hægt er að bæta til þess að auka sölu og að lokum verður farið yfir aðferðafræði til að vera sífellt að bæta vefinn með marvissum prófunum og bestun.

Kennari: Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko Bragi Þór hefur sérhæft sig stafrænni markaðssetningu og hefur unnið verkefni tengd sölu- og leitarvélabestun fyrir bílaleigur, bókunarvefi, vefverslanir ofl. Hann var ráðgjafi í markaðssetningu á netinu hjá Kapli markaðsráðgjöf, markaðsstjóri TripCreator sem er sölu- og bókunarvefur fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur og er núna markaðsstjóri ELKO og er þar ábyrgur fyrir sölu í einni stærstu vefverslun landsins. Bragi hefur kennt námskeið í markaðssetninu á netinu og haldið fyrirlestra um stafræna markaðssetningu í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst.

24. október kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.

TILVALIÐ AÐ FYLGJA ÞESSU EFTIR MEÐ NÁMSKEIÐI UM LEITARVÉLABESTUN FYRIR VEFVERSLANIR 13. NÓVEMBER – SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG

 

UPPSELT ER Á ÞETTA NÁMSKEIÐ!

Vertu á póstlistanum og fylgstu með á Facebook, Twitter og LinkedIn svo þú missir ekki af fleiri gagnlegum viðburðum hjá SVÞ!

Exit mobile version