Morgunblaðið fjallar í dag um skiptar skoðanir á frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra flutti fyrir Alþingi 25. maí sl. samkvæmt framkomnum umsögnum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), Félagi atvinnurekenda (FA), Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) o.fl.
Markmið frumvarpsins er að heimila þrönga undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis með því að heimila smærri áfengisframleiðendum sem uppfylla ákveðin skilyrði laganna að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.
Frumvarp sama efnis hefur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki afgreitt. Núverandi frumvarp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna umsagna sem bárust við frumvarpið í fyrra.