Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

#TökumSamtalið | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

#TökumSamtalið SVÞ hvatning til leiðtoga

FRÉTTATILKYNNING
Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.

Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

„Við lifum á miklum umbreytingatímum. Á slíkum tímum skapast tækifæri til að horfa innávið og skoða fyrir hvað við stöndum og hvernig látum við gildin okkar endurspeglast bæði í orði og athöfnum? Fyrsta skrefið til breytinga er að taka samtalið. Því vill SVÞ hvetja leiðtoga til aðgerða sem stuðla að nærandi fyrirtækjamenningu fyrir alla.“ Segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.

SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.

Hinn 26.janúar nk. mun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi halda fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað verður ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.

SKRÁNING HÉR

Hinn 2. febrúar nk. mun Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, standa fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Skoðum hvað er til ráða og veltum upp spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?

SKRÁNING HÉR

_____
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

Exit mobile version