UPPBROT SVÞ 2026 TÍMI – TÆKNI – TILGANGUR
verður haldin 12. mars 2026.
Ráðstefnan verður fjölbreyttari, skarpari og framsæknari en nokkru sinni fyrr, og við leitum að þeim röddum sem geta virkilega hrist upp í umræðunni um framtíð verslunar- og þjónustugreina á Íslandi.
- Ertu með innlegg sem getur sparað tíma, lækkað kostnað, kveikt nýjar hugmyndir eða styrkt mannauðinn?
- Er fyrirtækið þitt að nýta tækni, gervigreind eða nýjar aðferðir í þjónustu og rekstri sem aðrir geta lært af?
- Eða hefur þú skýra sýn á hvernig við tökumst á við áskoranir í rekstri – allt frá netverslun og nýliðun til öryggismála, ferlavæðingar og hraðbreytilegrar neytendahegðunar?
Þá viljum við heyra frá þér.
Við leitum að fyrirlesurum, umræðustjórum, pallborðsfólki, sófaspjallsgestum og fyrirtækjum sem geta sýnt lifandi dæmi í gervigreindarverkstæði SVÞ á ráðstefnunni UPPBROT 2026.
Þetta er kjörið tækifæri til að:
-
miðla reynslu og innsýn,
-
styrkja geirann,
-
og láta röddina þína hafa áhrif á framtíðina.
Opið er fyrir tilnefningar til 1. janúar 2026 – og já, við svörum öllum.
👉 Sendu inn þína tillögu hér og taktu þátt í að móta UPPBROT SVÞ 2026 | TÍMI – TÆKNI – TILGANGUR

