Fyrirtæki milli steins og sleggju
„Það sem við er að glíma núna ef við horfum fyrst og fremst á matvöru- og dagvörugeirann, hvort sem það er heildsala eða smásala, þá höfum við aldrei fengið eins miklar hækkanir erlendis frá eins og á síðasta ári. Ástæðurnar eru flestum kunnar. Bæðið eftirmálar Covid-19 heimsfaraldursins og stríðið í Úkraínu leiddu af sér að heimsmarkaðsverð á hvers kyns hrávöru hækkaði verulega. Það er að stórum hluta orsök þeirrar innfluttu verðbólgu sem við höfum verið að glíma við.“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunblaðinu í dag, 14. mars.