Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Fjórði hver Íslendingur vinnur í verslun og þjónustu

Ný grein Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var birt á Vísi í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi verslunar- og þjónustugreina í íslensku samfélagi.

Í greininni kemur fram að um 49 þúsund manns – tæplega fjórði hver starfandi Íslendingur – starfi í verslun og þjónustu, og að greinin gegni lykilhlutverki í að skapa verðmæti, atvinnu og tækifæri fyrir ungt fólk og fólk af erlendum uppruna.

Benedikt bendir á að verslun og þjónusta sé í dag einn stærsti vettvangur framtíðarstarfa á Íslandi, þar sem margir hefja feril sinn og vinna sig áfram í ábyrgðarstöður.

Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta.“ segir Benedikt m.a. í greininni.

Greinina má lesa í heild sinni á Vísir.is.

Exit mobile version