Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

SVÞ og Bílgreinasambandið gagnrýna harðlega stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbíla og önnur vistvæn ökutæki

Aðgerðir stjórnvalda í andstöðu við markmið um að hraða orkuskiptum

TÚRISTI.is fjallar í dag um harða gagnrýni SVÞ og Bílgreinasambandsins [BGS] á stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbílum og öðrum vistvænum ökutækjum.

Þar segir m.a.;

Samtökin segja fyrirvara við innleiðingu nýs kerfis alltof stuttan og í andstöðu við stöðugt ákall um fyrirsjáanleika.
Niðurstaðan er þessi:

„Aðgerðir stjórnvalda eru því í andstöðu við hröðun orkuskipta sem veldur ringulreið og óvissu meðal neytenda og hinna fjölmörgu aðila sem starfa á markaðnum við að gera orkuskiptin möguleg hvort sem er við innflutning og sölu hreinorkuökutækja, rekstur almenningssamgangna, sölu og uppsetningu búnaðar fyrir innviði, framleiðslu og dreifingu á orku og svo mætti lengi telja.“

Spurningin er: „Erum við að reyna að vera græn eða bara að fylla ríkissjóð?“

SJÁ FRÉTT INNÁ TURISTI.IS

Exit mobile version