Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Tilgangur sem drifkraftur – SVÞ býður félagsfólki á morgunfund með Skúla Valberg

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsfólki sínu til morgunfundar 14. maí þar sem Skúli Valberg Ólafsson, rekstrarráðgjafi hjá KPMG, fjallar um hvernig tilgangur getur orðið lykill að meiri árangri í rekstri.

Á fundinum varpar Skúli ljósi á hvernig lifandi tilgangur – þegar hann er virkur hluti af stefnu og menningu – getur styrkt teymi, aukið tengsl við viðskiptavini og skilað mælanlegum árangri. Með víðtæka reynslu af leiðtogastörfum og breytingastjórnun, dregur hann fram dæmi úr raunveruleikanum og niðurstöður rannsókna.

Viðburðurinn fer fram á Zoom kl. 08:30 og er eingöngu opinn félagsfólki SVÞ.
Þeir sem taka þátt í beinni útsendingu fá tækifæri til að spyrja spurninga, en upptaka verður einnig aðgengileg síðar á innri vef samtakanna.

Skráning er hafin – tryggðu þér sæti og innblástur fyrir þinn rekstur.
SMELLTU HÉR til að skrá þig til leiks.

Exit mobile version