Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember. Óskir samtakanna eru að í matvöru- lyfjaverslunum sem eru yfir 1 þúsund fermetrar að stærð geti verið allt að 100 manns í einu og svo 1 fyrir hverja 10 fermetra í viðbót, og í öðrum verslunum upp í 20 manns. Þannig var fyrirkomulagið í vor. Hann segir samtökin hafa haft ástæðu til að ætla að hljómgrunnur hefði verið fyrir þessari tillögu áður en þriðja bylgjan hófst en svo hafi ekki orðið.

Samtökin gagnrýna einnig skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði bæði við verslanir og atvinnulífið almennt. Erfitt sé fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig þegar upplýsingar berist með stuttum fyrirvara, líkt og t.d. var núna þegar aðgerðir voru framlengdar. Ósamræmi er í því t.d. að litlar lyfjaverslanir geti haft 50 manns inni hjá sér, á meðan risastórar verslanir, t.d. byggingavöruverslanir, mega einungis hafa 10 manns í einu.

Andrés segir lítið sem ekkert samráð vera við sóttvarnaryfirvöld, þau séu helst í gegnum fjölmiðla og ekki hafi borist nein almennileg viðbrögð við þessum sjónarmiðum.

Ljóst er að nýliðinn mánuður verður metmánuður í netverslun en jafnramt liggur fyrir að það mun ekki brúa það bil sem þarf til að bæta upp að fólk geti ekki verslað með hefðbundnum hætti. Mikið vanti upp á að sóttvarnaryfirvöld horfi lausnamiðuð á málin.

Hlustaðu á viðtalið hér:

Exit mobile version