Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.
AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.
Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.
Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).
Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.