Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.
Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan: