Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Stafrænt langstökk til framtíðar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifar í KJARNANUM 1.janúar 2022

Ára­móta­grein mín í Kjarn­anum fyrir ári síðan bar yfir­skrift­ina „Sta­f­rænt stökk til fram­tíð­ar“. Þar lýsti ég því að þrátt fyrir allt hefði árið 2020 ekki verið það annus horri­bilis fyrir versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækin í land­inu sem margir gerðu ráð fyr­ir. Covid tím­inn hafði nefni­lega í för með sér ýmsar jákvæðar hlið­ar­verk­an­ir, ekki síst fyrir þær sakir að æ fleiri hafa nú öðl­ast skiln­ing á miki­vægi staf­rænna umbreyt­inga og þeim gíf­ur­legu tæki­færum sem þær skapa. Fund­ar­höld á net­inu og staf­rænir við­burðir hvers konar sem áður voru nær óhugs­andi eru núna dag­legt brauð, með til­heyr­andi tíma- og orku­sparn­aði fyrir alla þá sem slíka fundi sækja. Svo ekki sé nú minnst á þau jákvæðu áhrif sem staf­ræn fund­ar­höld hafa haft á kolefn­is­spor þeirra sem slíka fundi sækja.

Á því ári sem senn líður höfum við hjá SVÞ áfram haldið á sömu braut og áður, trú þeirri stað­föstu skoðun okkar að öfl­ugt átak við að efla staf­ræna hæfni og staf­ræna þekk­ingu alls staðar í atvinnu­líf­inu sé ein af frum­for­send­unum fyrir því að Ísland haldi stöðu sinni áfram meðal fremstu þjóða heims hvað lífs­kjör varð­ar. Gert var sam­komu­lag milli stjórn­valda ann­ars vegar og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, VR og Háskól­ans í Reykja­vík hins vegar um að setja á lagg­irnar „Sta­f­rænan hæfnikla­sa“ sem hefur það hlut­verk að efla staf­ræna hæfni bæði í atvinnu­líf­inu og á hinum almenna vinnu­mark­aði. Með þessu sam­eina stjórn­völd, atvinnu­rek­endur í verslun og þjón­ustu, laun­þega­hreif­ing og háskóla­sam­fé­lagið krafta sína í þessu efni. Staf­ræni hæfniklas­inn hefur þegar hafið starf­semi sína.

Ísland áfram samkeppnishæft
Það er mikið í húfi að vel tak­ist hér til. Til þess að Ísland verði áfram sam­keppn­is­hæft og íslensk fyr­ir­tæki geti veitt hinum stóru alþjóð­legu fyr­ir­tækjum sam­keppni, verður þekk­ing á staf­ræna svið­inu að taka stökk fram á við. Við erum þegar langt á eftir sam­an­burð­ar­þjóðum okkar í þessum efn­um. Í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar er heill kafli um staf­rænar umbreyt­ingar þar sem m.a. segir að rík­is­stjórnin hafi ein­sett sér að Ísland verði meðal allra fremstu þjóða á sviði staf­rænnar tækni og þjón­ustu og að lögð verði áhersla á að styrkja staf­ræna hæfni fólks og getu þess til að leggja gagrýnið mat á upp­lýs­ing­ar. Óneit­an­lega hefði verið gaman að sjá í stjórn­ar­sátt­mál­anum sterkar kveðið að orði um efla mennta­kerfið til þess að gera því kleift að bæta staf­ræna hæfni á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Það er algert lyk­il­at­riði að mennta­kerfið í heild sinni taki þessi mál föstum tökum og efli færni kenn­ara til að miðla þekk­ingu á þessu sviði til nem­enda. Það verður eitt af stóru verk­efnum nýhaf­ins kjör­tíma­bils að vinna þeim málum fram­gang.

Fordæmalausar breytingar
Allt þetta sýnir þær hröðu breyt­ingar sem við nú upp­líf­um, breyt­ingar sem eru alger­lega for­dæma­laus­ar, svo notað sé það marg­þvælda orð. Það er ákveð­inn vendi­punktur að eiga sé stað í öllu við­skiptaum­hverf­inu. Nýjar og áður óþekktar aðferðir til að ná til við­skipta­vin­ar­ins spretta upp með reglu­legu milli­bili, þar sem hægt er að fylgj­ast með neyslu­hegðun hvers ein­asta ein­stak­lings af ótrú­legri nákvæmni. Aðferðir til að nálg­ast við­skipta­vin­inn verða sífellt marg­brotn­ari. Þær aðstæður sem mynd­uð­ust í heims­far­aldr­inum hafa flýtt þessum breyt­ingum svo um mun­ar.

Staf­rænt lang­stökk til fram­tíðar hlýtur að verða okkar svar.
Þegar litið er til árs­ins 2021 er ljóst að löngu þörf við­horfs­breyt­ing hefur átt sér stað í þeim mál­um. Á sama hátt er ljóst að betur má ef duga skal. Árið 2022 mun kalla á fleiri og stærri áskor­anir í því efni og það sem er undir er hvernig við getum við­haldið og tryggt sam­keppn­is­hæfni íslenskra fyr­ir­tækja í þeirri sífellt harðn­andi alþjóð­legu sam­keppni sem þau eiga við að glíma. Hvorki meira né minna.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST GREIN Á KJARNANUM

Exit mobile version