Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.
Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021. Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.
Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.