Veffyrirlestur markaðssetning í covid krísu Valdimar Sigurðsson

Veffyrirlestur: Markaðssetning í verslun og þjónustu í COVID Krísu

Þriðjudaginn 5. maí nk. mun Dr. Valdimar Sigurðsson, prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við Háskólann í Reykjavík halda vefnámskeið fyrir félagsmenn í SVÞ um hvernig fyrirtæki í verslun mega ekki sitja og bíða heldur þurfa að bretta upp ermar til að örva eftirspurn og einkaneyslu.

Valdimar rannsakaði markaðsstarf og viðbrögð neytenda í síðustu kreppu og aðstoðaði fyrirtæki. Hann mun fjalla um hvaða lærdóm við getum dregið af markaðsstarfi og viðskiptum í fyrri kreppum, en það efni hefur vitanlega verið rannsakað nokkuð vel í markaðsfræði. Hann mun enn fremur taka fyrir hvernig þessi krísa er öðruvísi og hverju þurfi að bæta við í viðbrögðum þegar kemur að þáttum líkt og vöruframboði, verði, dreifileiðum og auglýsinga- og kynningarstarfi. Horft verður bæði til  skamms- og langstíma, fjallað um þætti líkt og skynsamlega notkun verðlækkana og söluauka, markhópagreininga (það munu ekki allir neytendur tapa peningum í þessari krísu), stafrænnar markaðssetningar, mikilvægi þess að vera viðeigandi fyrir samfélagið, notkun sem flestra snertifleta í leiðarkerfi neytenda til að verkja traust og til virðisaukningar. 

Þátttakendum mun gefast tækifæri til að spyrja Valdimar spurninga í lok fyrirlestursins.

Um Dr. Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði við sama skóla. Valdimar hefur kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007, stýrt faglegri skipulagningu á kennslu markaðsmála og rannsókna við deildina og leiðbeint á öllum stigum náms, frá grunnnámi til nýdoktora, sem og leiðbeint stjórnendum fyrirtækja. Hann er einnig forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði og kemur að stjórnun og kennslu á námsbraut í stafrænni markaðssetningu og viðskiptum á netinu við Opna háskólann í HR. Hann lauk doktorsprófi í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Cardiff háskóla í Bretlandi þar sem hann nam undir handleiðslu prófessors Gordon Foxall. Rannsóknir Valdimars má finna á Google Scholar (og á Research Gate (). 

Dagsetning

5.maí, 2020

Tími

09:00 - 10:00
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn