Félagsfundur - Áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu

Félagsfundur: Áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu

Þriðjudaginn 29. september kl. 9:00-11:00 verður haldinn almennur félagsfundur fyrir SVÞ félaga þar sem umræðuefnið er áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ mun opna fundinn en aðalerindi heldur Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Farið verður yfir nýlega þróun í hagkerfinu – þá sér í lagi þætti sem snúa að verslun og þjónustu og hvernig horfur hafa breyst í kjölfar COVID 19. Einnig verður komið inn á þær niðurstöður könnunar SA frá því í lok ágúst sem snúa að fyrirtækjarekstri í verslun og þjónustu.

Tækifæri mun gefast til umræðna.

Fundurinn fer fram á netinu og fá þátttakendur senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn.

ATHUGIÐ AÐ FUNDURINN ER EINUNGIS FYRIR FÉLAGSMENN Í SVÞ.

Dagsetning

29.september, 2020

Tími

09:00 - 11:00