Trúverðuleiki og traust á markaði Guðrún Högna SVÞ

Trúverðuleiki og traust á markaði #TökumSamtalið

#TökumSamtalið

SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.

Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust. 

Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

______________

Hinn 26.janúar nk. mun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi halda fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað verður ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.

Um fyrirlesara:
Guðrún er framkvæmdastjóri og eigandi (Managing Partner) FranklinCovey | Arctic sem fer með sérleyfi Vegferðar ehf. á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum auk samstarfs við NAL á norðurlöndunum.

Hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR. Auk stjórnunarstarfa og kennslu við flesta háskóla landsins hefur hún starfað sem leiðbeinandi og markþjálfi (executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða. Guðrún er heilbrigðisrekstrarhagfræðingur að mennt og lauk MHA gráðu (Master of Healthcare Administration) frá University of North Carolina at Chapel Hill árið 1991 og BSPH gráðu (Bachelor of Science in Public Health) frá sama skóla með áherslu á sjúkrahússtjórnun og mannauðsstjórnun.

Guðrún lauk AMP (Advanced Management Program) frá IESE/HR árið 2008. Hún er vottaður ACC markþjálfi hjá ICF (International Coaching Federation) og hefur lokið PCC námi. Hún hefur starfað sem markþjálfi (executive coach) frá árinu 2003 með innlendum og erlendum stjórnendum.

Guðrún starfaði við stjórnunarráðgjöf frá 1998 til 2003 einkum á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála og gæðastjórnunar og var meðeigandi Deloitte & Touche Ráðgjafar. Á árunum 1991 til 1997 var Guðrún fræðslustjóri Ríkisspítala og forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Landspítalans. Guðrún hefur unnið með fjölda innlendra og erlendra vinnustaða sl. ár sem leiðbeinandi, ráðgjafi og lóðs auk þess að flytja erindi, stýra vinnufundum og kenna á háskólastigi. Sérsvið Guðrúnar eru persónulegur árangur og forysta, stefnumörkun, innleiðing stefnu, árangursstjórnun og markþjálfun. Guðrún situr jafnframt í stjórn nokkurra íslenskra og erlendra fyrirtækja, fagfélaga og góðgerðarsamtaka.

Guðrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínum starfsferli m.a. frá Stjórnvísi, FrankinCovey og leitt verkefni á fleiri hundruð vinnustöðum um allan heim.

Nánar um FranklinCovey

________

Fyrirlesturinn verður haldinn á Zoom!

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

Dagsetning

26.janúar, 2022

Tími

08:30 - 09:30

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn