Heilbrigt vinnuumhverfi og færri veikindafjarvistir

Hvernig byggjum við upp vinnuumhverfi sem dregur úr veikindafjarvistum?

Fræðslufundur félagasamtaka innan SA með VIRK

13. nóvember 2025 | 12:30–13:30 | Borgartún 35 og í streymi

Heilbrigt vinnuumhverfi er lykill að árangri – bæði fyrir starfsfólk og rekstur.
Á þessum fræðslufundi kynna Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs VIRK, hagnýt verkfæri og lausnir sem atvinnurekendur geta nýtt til að efla vellíðan, draga úr veikindafjarvistum og skapa vinnustaðamenningu sem styður við heilbrigði og jafnvægi.

Boðið verður upp á raunveruleg dæmi úr starfsemi fyrirtækja og möguleika til að spyrja spurninga á staðnum.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og VIRK er aðgangur ókeypis fyrir félagsfólk innan SVÞ.

Dagsetning

13.nóvember, 2025

Tími

12:30 - 13:30

Frekari upplýsingar

Lesa meira

Staðsetning

Húsi atvinnulífsins
SKRÁ