SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Það er okkar hlutverk að styrkja samkeppnishæfni
íslenskra verslunar- og þjónustufyrirtækja
Íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir fjölda áskorana:
- Aukin alþjóðleg samkeppni kallar á að tryggja jafna samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á markaði.
- Auknar og síbreytilegar kröfur t.d. á sviði neytendaverndar, persónuverndar, hollustu- og mengunarvarna, efnamála og varna gegn peningaþvætti kalla á aðgengilegar og uppfærðar upplýsingar.
- Ástandið í loftslags- og umhverfismálum kallar á sjálfbæra starfsemi og bætta frammistöðu í umhverfismálum.
- Auknar kröfur viðskiptavina um hraða og þjónustugæði kalla á nýtingu stafrænna lausna án þess að missa sjónar á mikilvægi persónulegrar og mannlegrar þjónustu.
- Aukin krafa um hagræðingu í rekstri kallar á árangusríka nýtingu tækni og þekkingar til að reka fyrirtækin okkar á sem áhrifaríkastan hátt.
- Lykilatriði í þessu öllu er að ná eyrum stjórnvalda og almennings til að koma sjónarmiðum verslunar- og þjónustufyrirtækja á framfæri og gæta hagsmuna þeirra.
Við erum hér til þess að þitt fyrirtæki þurfi ekki að standa eitt frammi fyrir þessum stóru verkefnum. Á vettvangi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu vinnur fjöldi verslunar- og þjónustufyrirtækja saman að því að gæta hagsmuna sem skipta okkur öll máli. Aðild að SVÞ veitir fyrirtækjum tækifæri til að tala einni sterkri röddu til stjórnvalda og almennings. Því að saman erum við sterkari.
TAKTU ÞÁTT Í AÐ EFLA ÍSLENSKA VERSLUN OG ÞJÓNUSTU!
Íslensk verslun og þjónusta hefur frá síðustu öld gætt sameiginlegra hagsmuna sinna undir merkjum SVÞ. SVÞ er hluti af Samtökum atvinnulífsins (SA), sem gæta hagsmuna fyrirtækja og atvinnurekenda yfir 2.000 íslenskra fyrirtækja þar sem um 70% af launafólki á almennum vinnumarkaði starfa.
Markmið okkar eru:
- Að vera málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.
- Að vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja.
- Að stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.
- Að þjónusta fyrirtæki á sviði kjaramála og vinnuréttar í samstarfi við SA.
AF HVERJU ÆTTI ÞITT FYRIRTÆKI AÐ VERA Í SVÞ?
Til að láta í þér heyra og hafa áhrif
Ef þú vilt hafa áhrif á hið opinbera er SVÞ besti vettvangurinn til þess. Með sameiginlegri röddu náum við mun meiri árangri en nokkuð eitt fyrirtæki getur gert. SVÞ hafa langa reynslu af samskiptum við hið opinbera og þekkja leiðirnar innan stjórnsýslunnar.
Til að fá aðstoð og leiðsögn
Þú getur leitað til okkar með ýmis mál og við vísum þér veginn. Lögfræðingur SVÞ svarar ýmsum spurningum sem á þér kunna að brenna auk þess sem vinnuréttarsvið SA er til taks varðandi kjara- og starfsmannamál.
Til að hafa starfsmanna- og kjaramálin á hreinu
Ef þú vilt hafa allt þitt á hreinu í kjara- og starfsmannamálum, þá erum við til staðar fyrir þig. Og ef eitthvað kemur upp á og þú þarft á hjálp að halda, m.a. í samskiptum við stéttarfélög, þá geturðu leitað til okkar.
Til að byggja upp jákvæða ímynd
Stuðlaðu að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um íslenska verslun og þjónustu. Með samstilltri röddu verðum við sýnilegri og ímynd okkar sterkari. Aðild þín að SVÞ tryggir þér möguleika á að hafa áhrif á ímynd verslunar og þjónustu á Íslandi.
Til að vera með puttann á púlsinum
Við fylgjumst með í bransanum, miðlum upplýsingum og stöndum fyrir fræðslu og viðburðum til að tryggja að þú getir verið með á nótunum.
Til að efla tengslanetið
Samtökin eru vettvangur skoðana- og upplýsingaskipta. SVÞ er sterkt afl sem byggir á samvinnu og þekkingu.
Til að efla fyrirtækið þitt
Það er að ýmsu að huga í rekstri fyrirtækis. SVÞ og Litla Ísland geta vísað þér rétta leið í mörgu sem viðkemur rekstri fyrirtækisins þíns, auk þess sem boðið er upp á vandaða rekstrarfræðslu.
STÖNDUM SAMAN VÖRÐ UM ÍSLENSKA VERSLUN OG ÞJÓNUSTU!
SVÞ er sameiginlegur vettvangur, sameiningartákn og málsvari verslunar og þjónustu á Íslandi.
Innan samtakanna starfar fjölbreyttur hópur fyrirtækja í ýmsum greinum svo sem:
Afþreyingafyrirtæki
Bílaumboð / Bílasala / Bílaverkstæði
Byggingavöru-verslanir
Endurskoðunar- og bókhaldsfyrirtæki
Fasteignafélög
Fjölmiðlar
Flutningafyrirtæki
Fræðslufyrirtæki
Heilbrigðisfyrirtæki
Heildverslanir
Lyfsalar
Lögfræðistofur
Mat- og dagvöruverslanir
Markaðs- og auglýsingastofur
Olíuverslanir
Ráðgjafafyrirtæki
Ræstingafyrirtæki
Sérverslanir
Sjálfstæðir skólar
Útgáfufyrirtæki
Vátryggingamiðlarar
Öryggisfyrirtæki
VERTU HLUTI AF ÖFLUGUM SAMTÖKUM
ÍSLENSKRA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA!
HVAÐ GERIR SVÞ FYRIR FYRIRTÆKIÐ ÞITT?
Sem aðili að SVÞ getur þú haft áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu íslenskra verslunar og þjónustufyrirtækja
- Hlutverk SVÞ og SA er meðal annars að eiga samskipti við stjórnvöld og opinbera aðila fyrir hönd íslenskra fyrirtækja – því fleiri fyrirtæki sem standa að baki samtökunum og því fleiri sjónarmið sem eru rædd á vettvangi þeirra því öflugri erum við.
- Við erum alla daga í samskiptum við opinbera aðila og fátt sem snýr að hagsmunum íslenskra fyrirtækja er okkur óviðkomandi. Með aðild hefur þú því greiðari aðgang að þeim sem taka mikilvægar ákvarðanir sem varða fyrirtækið þitt.
- Okkar hlutverk er að gæta hagsmuna verslunar og þjónustu á Íslandi – það er okkar fag. Við höfum áralanga þekkingu og reynslu og vitum hvað þarf til að koma málunum áfram.
- Við erum málsvari verslunar- og þjónustufyrirtækja hvort sem er gagnvart opinberum aðilum, fjölmiðlum eða almenningi. Vertu með til að hafa áhrif á hvað frá okkur kemur.
Við erum liðið þitt - vertu hluti af öflugri liðsheild sem getur komið hlutum í gegn
- Einn aðili eða eitt fyrirtæki er illa í stakk búið til að hafa áhrif, hvort sem það varðar rekstrarumhverfi, lagaumhverfi, efnahagsumhverfi eða samkeppnisstöðu – mörg fyrirtæki sem tala einni röddu eru mun sterkari saman.
- Í gegnum faghópastarf og undirsamtök SVÞ getur þú komið þeim málum á dagskrá sem þú brennur fyrir og haft áhrif á þau mál sem samtökin berjast fyrir.
Við erum til staðar þegar þig vantar ráð og aðstoð
- Lögfræðingur SVÞ svarar ýmsum spurningum sem upp geta komið í samskiptum við stjórnvöld. Alltítt er að lögfræðingurinn fáist við mál sem snúa að aðflutningsgjöldum og tollum, heilbrigðiseftirliti, samkeppniseftirlitinu, Neytendastofu, Samgöngustofu o.fl. Í nafni samtakanna og aðildarfyrirtækja hefur lögfræðingurinn m.a. kært ákvarðarnir og athafnir opinberra aðila og jafnvel fyrirtækja á markaði til úrskurðaraðila á stjórnýslustigi.
- Vinnumarkaðssvið SA er til staðar ef þig vantar ráðgjöf eða aðstoð varðandi kjaramál, ráðningar, uppsagnir og annað sem tengist því sem komið getur upp í starfsmannamálunum. Við erum fyrir þig það sem stéttarfélögin eru fyrir starfsmenn.
Við hjálpum þér að vera með puttann á púlsinum
- Það er okkar hlutverk að fylgjast með því sem kann að hafa áhrif á fyrirtækið þitt og miðla því áfram til félagsmanna okkar.
- Með virkri fræðsludagskrá leitast SVÞ við að svara þeim spurningum sem þú kannt að hafa um ýmislegt sem er að gerast s.s. í rekstrarumhverfinu og hvað varðar samkeppnishæfni þíns fyrirtækis. Þú getur haft áhrif á fræðsludagskrána sem aðili að SVÞ.
- Við miðlum upplýsingum til félagsmanna um það sem er í gangi hverju sinni og nauðsynlegt er fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki að vita af.
- SVÞ stendur fyrir öflugum viðburðum þar sem þú getur fræðst um það sem helst er á baugi hverju sinni og eflt tengslanetið með því að hitta aðra aðila í atvinnulífinu.
- Á vegum SVÞ birtast reglulega greinar í fjölmiðlum um ýmis málefni er varða verslun og þjónustu.
Við eflum fyrirtækið þitt á tímum gríðarlegra breytinga og aukinnar samkeppni
- SVÞ stendur fyrir ýmiskonar fræðslu auk þess að veita fræðslu í samstarfi við hina ýmsu aðila.
- Sem dæmi um atriði sem tekin hafa verið eða eru framundan í fræðslustarfsemi SVÞ eru innleiðing starfrænna lausna, umhverfismálin, stafræn markaðsmál og vefverslun.
- SVÞ vinnur með markvissum hætti að því að efla menntun sem nýtist fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Meðal þess sem SVÞ hefur komið að er diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun í Háskólanum á Bifröst og ný starfræn viðskiptalína við Verzlunarskóla Íslands.
- Sem aðili að verkefninu Litla Íslandi stuðlar SVÞ að því að efla rekstarfærni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Ásamt SA hjálpum við þér að hafa kjaramálin og starfsmannamálin á hreinu
- Sem aðili að SVÞ verður fyrirtækið þitt einnig aðili að SA.
- Á vinnumarkaðsvef SA finnurðu gagnlegt efni um hluti eins og kjarasamninga, starfsmannamál, jafnlaunavottun og margt fleira mikilvægt fyrir öll fyrirtæki sem eru með fólk í vinnu. Þar eru m.a. sniðmát af ráðningarsamningum og margt annað gagnlegt.
- Með aðild verður fyrirtækið þitt hluti af kjarasamningum sem SA gerir á vinnumarkaði.
- Hjá vinnumarkaðssviði SA getur þú fengið lögfræðiráðgjöf og ráðgjöf í ýmsum málum sem upp geta komið tengt starfsmannamálum fyrirtækisins þíns.
Við bætum ímynd íslenskrar verslunar og þjónustu
- Með samstilltu átaki og samskiptum við almenning og fjölmiðla getum við bætt ímynd íslenskrar verslunar og þjónustu. Í gegnum samtökin getur þú haft áhrif á ímyndina.
- Þetta er enn eitt dæmið um að saman erum við í mun sterkari stöðu til að láta í okkur heyra og vera sýnileg.
Í gegnum SVÞ getur þú eflt tengslanetið og lært af öðrum
- Í gegnum viðburði og starfsemi SVÞ kynnist þú öðru öflugu fólki í atvinnulífinu.
- Í gegnum viðburði, fræðslu og starfsemi SVÞ gerir þú fyrirtækið þitt sýnilegt í atvinnulífinu.
- Félagsmenn í SVÞ fá ýmis tækifæri til samstarfs við samtökin í hinum ýmsu verkefnum, svo sem í kringum fræðsludagskrána, viðburði, gagnlegt efni á vefnum o.fl.
Við erum þinn málsvari
- Við erum rödd íslenskrar verslunar og þjónustu gagnvart stjórnvöldum, opinberum aðilum, fjölmiðlum og almenningi. Saman höfum við sterkari rödd.
- Við einbeitum okkur sérstaklega að hagsmunamálum verslunar- og þjónustufyrirtækja. Saman erum við sterkara hagsmunaafl.
- Við veitum stjórnvöldum og Alþingi umsagnir vegna setningar laga og reglugerða sem varða aðildarfyrirtækin og gætum þar hagsmuna þinna. Við fundum með fulltrúum stjórnarráðsins og fastanefndum Alþingis í því skyni að tryggja að skilaboðin nái í gegn.
- Við gætum réttar félagsmanna gagnvart opinberum stofnunum og stjórnvöldum.
- Við leggjum áherslu á að bæta ímynd verslunar- og þjónustufyrirtækja.
- Við erum hér til að gæta þinna hagsmuna!
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
ÞJÓNUSTA SVÞ
Hagsmunagæsla
Umsagnir um lög og reglugerðir
Greiningar
Upplýsingagjöf
Lögfræðiráðgjöf
Fræðslustarfsemi
Viðburðir
Grasrótarstarf innan faghópa og undirsamtaka
Gerð kjarasamninga (SA)
Ráðgjöf í kjaramálum og annað er varðar samskipti atvinnurekenda og launþega (SA)
Mínar síður þar sem þú heldur utan þín mál hjá SVÞ og SA
EIGÐU ÖFLUGAN MÁLSVARA SEM VINNUR FYRIR ÞIG!
ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR
Hvað er lágmarks félagsgjald í SVÞ?
Lágmarks félagsgjald í SVÞ er kr. 25.000 á ári og í SA er lágmarkið kr. 39.000. Í heildina er því lágmarksgjaldið kr. 64.000.
Hvað er hámarks félagsgjald í SVÞ?
Hámarks félagsgjald í SVÞ er kr. 1.600.000 en ekki er hámark á gjöldum til SA.
Hvernig eru félagsgjöld í SVÞ reiknuð?
Félagsgjöld eru reiknuð út frá launaveltu síðastliðin árs. Hér getur þú sett inn tölur fyrir þitt félag, smellt á “Reikna” og þá færðu upp hver aðildargjöldin eru. Athugaðu að aðildargjöldin eru tvíþætt, annars vegar til SVÞ og hinsvegar til SA. Aðildargjöldin eru frádráttarbær frá skatti.
Þú getur sett upplýsingar inn í reiknivélina hér neðar á síðuna til að sjá hver aðildargjöld þíns fyrirtækis yrðu.
Nánar um félagsgjöld
Félagsgjald SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu:
Félagsgjald til SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu reiknast sem hlutfall af heildarlaunum án launatengdra gjalda næstliðins árs eða samkvæmt lið 02 í launaframtali fyrirtækja.
Gjalddagar félagsgjalda eru í febrúar, maí, ágúst og nóvember og innheimtir SVÞ fyrir bæði samtökin.
Félagsgjaldið er sem hér segir, m.v. heilt ár:
- 0,20% af fyrstu 100 millj. króna launagreiðslum
- 0,18% af næstu 100 millj. króna launagreiðslum
- 0,16% af launagreiðslum umfram 200 millj.
Lágmarksgjald er kr. 25.000 og hámarksgjald er kr. 1.600.000
Árgjald Samtaka atvinnulífsins (SA):
Árgjald til SA er 0,19% af sama grunni. Sé launakostnaður hærra hlutfall en 35% af rekstrartekjum fyrirtækja án vsk. reiknast gjaldið af rekstrartekjum í stað launa og er þá 0,067% af rekstrartekjum. Skilvísir greiðendur fá afslátt sem kemur fram sem staðgreiðsluafsláttur á næsta reikningi. Gjaldið verður þá 0,18% sem hlutfall af launum og 0,064% af rekstrartekjum. Lágmarksárgjald til Samtaka atvinnulífsins er kr. 39.000 á ári.
Hversu oft á ári eru félagsgjöldin greidd?
Reikningar eru sendir út ársfjórðungslega. Heimilt er að innheimta félagsgjöld SVÞ og SA samkvæmt áætlun fyrir fyrstu þrjá ársfjórðungana. Gjöld skulu endanlega útreiknuð við innheimtu fyrir síðasta ársfjórðung og verða þá einnig leiðrétt félagsgjöld sem hafa verið of-eða vanreiknuð á þremur fyrri gjalddögum ársins.
Eru félagsgjöld í SVÞ frádráttarbær frá skatti?
Já
Getur fyrirtækið mitt verið í SVÞ en ekki í SA?
Nei. Aðild að SVÞ og SA er alltaf samtengd.
Getur fyrirtækið mitt verið aðili að SA en ekki SVÞ?
Aðild að SA er ávallt í gegnum eitthvert af undirsamtökum. Fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu eru SVÞ viðeigandi undirsamtök.
Fyrirtækið mitt gæti átt erindi í SVÞ en einnig í önnur undirsamtök SA - í hvaða samtökum á ég að vera?
Ef þú ert ekki viss hvar fyrirtækið þitt á best heima hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og ræða málin. Sendu okkur línu á svth(hjá)svth.is eða hringdu í síma 511 300. Einnig er möguleiki að vera með blandaða aðild, þ.e. vera aðili að fleiri en einum undirsamtökum fyrir sama félagsgjald. Hafðu líka samband við okkur ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á að kynna þér.
Get ég byrjað að nýta mér þjónustu SVÞ og SA um leið og ég hef sótt um aðild?
Þegar þú hefur sótt um aðild fer umsóknin til afgreiðslu, sem getur tekið nokkra daga. Um leið og umsóknin hefur verið afgreidd getur þú nýtt þér þjónustu SVÞ og SA. Ef ástæða þykir til að flýta umsókninni, vinsamlegast hafðu samband við skrifstofuna símleiðis (511 3000) eða sendu tölvupóst á svth(hjá)svth.is.
Ef þú hefur frekari spurningar varðandi aðild að SVÞ ekki hika við að senda okkur línu á svth(hjá)svth.is eða hringja í síma 511 3000
VERTU MEÐ – ÞVÍ SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
HVER YRÐU AÐILDARGJÖLD MÍNS FYRIRTÆKIS Í SVÞ?
Notaðu reiknivélina hér fyrir neðan til að sjá hver þín aðildargjöld yrðu:
*ATH! Reiknivélin styður ekki kommur í tölum.