HAGSMUNAHÓPUR BLÓMAVERSLANA

Hagsmunahópur blómaverslana innan SVÞ var stofnaður vorið 2020. 

Stjórn hópsins er skipuð eftirfarandi aðilum:
• Elín Dís Vignisdóttir, varaformaður
• Hrafnhildur Þorleifsdóttir, meðstjórnandi
• María Másdóttir, meðstjórnandi
• Thelma Björk Norðdahl, formaður

Tilgangur hópsins er að gæta hagsmuna blómaverslana, einkum hvað varðar samkeppnisumhverfi og annað rekstrar- og starfsumhverfi. Með hópnum er ætlunin að skapa faglegan og gagnsæjan vettvang til skoðanaskipta og er hópnum ætlað vera í fyrirsvari gagnvart opinberum aðilum. Hagsmunahópur blómaverslana starfar að þeim málefnum og markmiðum sem félagar ákvarða á stjórnar- , aðal- og félagsfundum og með þeim aðferðum sem árangursríkastar þykja hverju sinni. Áætlar hópurinn m.a. að halda reglubundna félagsfundi og opna fundi. Hópurinn er stjórn SVÞ til ráðgjafar um málefni sem undir hann heyra en skrifstofa SVÞ veitir hópnum aðstöðu og almenna þjónustu.

Hagsmunahópur blómaverslana innan SVÞ var stofnaður vorið 2020. Tilgangur hópsins er að gæta hagsmuna blómaverslana, einkum hvað varðar samkeppnisumhverfi og annað rekstrar- og starfsumhverfi.

Tollar af blómum geta numið nær þreföldu innkaupsverði

Tollar af blómum geta numið nær þreföldu innkaupsverði

SVÞ hefur sent erindi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og óskað eftir því að tollar af innfluttum blómum og plöntum verði teknir til endurskoðunar. Tollarnir eru afar háir þrátt fyrir að takmarkað framboð sé hjá innlendum framleiðendum og heildsölum.

Lesa meira