INNRA STARF

SVÞ eru hagsmunasamtök fyrirtækja í verslun og þjónustu. Öll fyrirtæki í þessum starfsgreinum geta gengið í samtökin og notið þjónustu þeirra. Samtökin skapa jarðveg fyrir nýjar hugmyndir og koma á framfæri röksemdum fyrir jákvæðu starfsumhverfi atvinnulífsins. Mikill metnaður er lagður í að halda uppi vönduðum málflutningi gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum markhópum og leitast samtökin þannig við að vera traustur málsvari aðildarfyrirtækja sinna.

Mikilvægur hluti af starfsemi samtakanna er innra starf þeirra sem fram fer innan faghópa og undirsamtaka. 

Faghóparnir eru margir og endurspegla fjölbreytilega flóru fyrirtækja innan samtakanna. Faghóparnir eru yfirleitt myndaðir af fyrirtækjum í sömu starfsgrein en geta líka verið þverfaglegir hópar myndaðir af ólíkum fyrirtækjum í kringum ákveðin átaksverkefni. Form hópanna er einnig mismunandi. Á meðan sumir hópar eru mjög fastir í formi og funda reglulega eru aðrir kallaðir saman eftir þörfum. 

FAGGILDINGAR-
HÓPUR

FLUTNINGASVIÐ

Hagsmunahópur blómaverslana

HAGSMUNAHÓPUR BLÓMAVERSLANA

HB Bókhaldsstofur

HAGSMUNAHÓPUR BÓKHALDSSTOFA

HÓPUR UM LAUSASÖLULYF

HÓPUR UM OPINBER INNKAUP

LYFSÖLUHÓPUR

SAMTÖK HEILBRIGÐIS-FYRIRTÆKJA

SAMTÖK ÖKUSKÓLA

STAFRÆN VIÐSKIPTI

SAMTÖK
SJÁLFSTÆÐRA SKÓLA

VÁTRYGGINGA-
MIÐLARAR

Öryggishópur - icon

ÖRYGGISHÓPUR