Mikilvægu málin: Samtöl frambjóðenda og stjórnenda
Nú í aðdraganda Alþingiskosninga hafa verið birtir á vb.is sérstakir samtalsþættir SVÞ. Í þáttunum ræða frambjóðendur nokkurra stjórnmálaflokka og stjórnendur fyrirtækja innan SVÞ mál sem snerta rúmlega 400 aðildarfyrirtæki SVÞ með einum eða öðrum hætti.
Þættirnir gefa aðildarfyrirtækjum SVÞ og öðrum í atvinnulífinu tækifæri til að kynnast afstöðu stjórnmálaflokka til mála sem standa atvinnulífinu nærri. Rætt er um framtíðina í verslun og þjónustu, menntamál og hlutverk sjálfstæðra skóla, matvöru og matvöruverslun, samgöngur og ökutæki, opinber innkaup og útvistun verkefna og hlutverk einkaaðila við veitingu heilbrigðisþjónustu.


Þættina á finna á vb.is auk þess sem frekari umfjöllun kemur fram á vefsíðu SVÞ og samfélagsmiðlum (sjá m.a. pósta hér neðst á síðunni), auk útsendinga á hátt í 4.000 tölvupóstföng á póstlista samtakanna.
Samtölin eru almennt 15-20 mínútna löng og er stjórnað af Ólöfu Skaftadóttur.
Fylgstu með þáttunum hér
Smelltu á viðkomandi mynd til að horfa á þættina eftir því sem þeir eru birtir.
Ragnar Þór Ingólfsson, oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga ræða framtíð verslunar og þjónustu.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fræðslu og fagstarfs hjá Hjallastefnunni ræða menntamál.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkukjördæmi suður, og Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus ræða matvöru og matvöruverslun.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Jónas Kári Eiríksson, framkvæmdastjóri vörustýringar hjá Öskju ræða samgöngur og ökutæki.
Sigríður Á. Andersen, oddviti Miðflokksins Reykjavíkurkjördæmi norður, og Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. ræða opinber innkaup og útvistun verkefna hins opinbera.
Willum Þór Þórsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhússins ræða heilbrigðisþjónustu.
Fréttir og greinar
Borgin lagt stein í götu Sundabrautar
Vb.is birtir þann 26. nóvember 2024: Borgin lagt stein í götu Sundabrautar Þórdís Kolbrún segir glatað að vegaframkvæmdir á Íslandi séu ekki...
Þórdís Kolbrún og Jónas Kári ræða samgöngur og ökutæki
Vb.is birtir 26. nóvember 2024: Kosningaþáttur SVÞ: Þórdís Kolbrún og Jónas Kári Varaformaður Sjálfstæðisflokksins ræðir m.a. um orkuskipti í...
Þorbjörg Sigríður og Björgvin ræða matvöru og matvöruverslun
Vb.is birtir þann 26. nóvember 2024: Kosningaþáttur SVÞ: Þorbjörg Sigríður og Björgvin Framkvæmdastjóri Bónus og oddviti Viðreisnar í Reykjavík...
Ekki missa af neinu!
Skráðu þig á póstlistann og við sendum þér nýjustu fréttirnar í tengslum við þættina og starfsemi SVÞ