Um SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu eru málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.
Samtökin vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja og stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.
Sem hluti af þessu standa samtökin fyrir upplýsingamiðlun bæði innan og utan samtakanna um þau málefni er varðar aðildarfyrirtæki þess, auk þess að standa fyrir fræðsludagskrá fyrir félagsmenn.
Samtökin þjónusta jafnframt aðildarfyrirtæki á sviði kjaramála í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, SA.
Starfsmenn skrifstofunnar sinna margvíslegri þjónustu við félagsmenn. Þjónustan snýr bæði að einstökum aðildarfyrirtækjum svo og starfsgreininni í heild, allt eftir málefnum hverju sinni. Sérhæfðum málum, eins og lögfræðilegum álitamálum um kjarasamninga, er vísað til lögfræðinga Samtaka atvinnulífsins.
Öll þjónusta er innifalin í félagsgjöldum.
Markmið SVÞ:
- Að vera málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum
- Að vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja.
- Að stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.
- Að þjónusta fyrirtæki á sviði kjaramála í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, SA.
Þjónustutími skrifstofu:
Mánudaga til föstudaga frá 08:30 – 16:30
Sumartími: Júní – ágúst, mánudaga til föstudaga frá 8:00 – 16:00
Sumarlokun síðustu tvær vikurnar fyrir Verslunarmannahelgi.
Almennar upplýsingar:
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Sími: 511 3000
Netfang: svth@svth.is
Kennitala: 570599-2249
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!