VÁTRYGGINGAMIÐLARAR
Í hópi vátryggingamiðlara innan SVÞ starfa nær allir vátryggingamiðlarar í landinu. Starfsemi hópsins felst einkum í því að gæta hagsmuna gagnvart hinu opinbera, einkum FME, sem er hinn opinberi eftirlitsaðili með starfsemi vátryggingamiðlara. Ennfremur hefur hópurinn á undanförnum árum unnið að því að vekja athygli erlendra vátryggingafélaga á þeim möguleikum sem til staðar eru á íslenskum vátryggingamarkaði.
Formaður hóps vátryggingamiðlara er Gísli Böðvarsson.