
Aðalfundur Bílgreinasambandsins 2025
Tímasetning: Fimmtudaginn 26. júní kl. 12:00
Staður: Fundarsalurinn Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík
DAGSKRÁ
1. Kjör fundarstjóra og -ritara
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
3. Kosning stjórnar og varamanna
4. Reikningar BGS
5. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum Bílgreinasambandsins
5. Önnur mál
Nánar um dagskrárliði á aðalfundi:
1.Fundur settur og samþykkt tillögu fundarstjóra og fundarritara.
2. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, mun gera grein fyrir skýrslu stjórnar BGS fyrir liðið starfsár.
3. Skorað er á aðildarfyrirtæki að tilkynna framboð til stjórnar með tölvupósti á benedikt(hja)svth.is
Kosið verður um þrjá meðstjórnendur og einn varamann. Í samþykktum Bílgreinasambandsins segir m.a.:
Stjórn BGS er skipuð sex mönnum.
Kjörgengir í stjórn BGS eru fyrirsvarsmenn og fulltrúar atkvæðisbærra aðildarfyrirtækja BGS. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi og skulu þrír stjórnarmenn koma úr hópi aðildarfyrirtækja á sölusviði og þrír menn úr hópi aðildarfyrirtækja á þjónustusviði. Komi fram fleiri framboð til stjórnarsetu en þrjú á hvoru sviði skulu þeir þrír sem hljóta flest atkvæði á hvoru sviði fyrir sig, teljast réttkjörnir stjórnarmenn. Hljóti tveir eða fleiri frambjóðendur jafnmörg atkvæði skal kosið á milli þeirra innbyrðis. Tveir stjórnarmenn skulu kosnir til vara og skal annar þeirra koma frá aðildarfyrirtæki á sölusviði en hinn frá aðildarfyrirtæki á þjónustusviði.
Kjörtímabil stjórnarmanna og varamanna er tvö ár. Stjórnarkjöri skal hagað þannig að oddatöluár skal kjósa þrjá meðstjórnendur og einn varamann en hitt árið þrjá meðstjórnendur og einn varamann. Gangi stjórnarmaður eða varamaður úr stjórn á fyrra ári kjörtímabilsins skal kjósa nýjan stjórnarmann í hans stað á næsta aðalfundi til eins árs.
4. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, mun kynna reikninga BGS 2024 og kynna stöðu rekstraráætlunar 2025.
5. Stjórn Bílgreinasambandsins leggur til breytingar á samþykktum sambandsins sem koma fram í meðfylgjandi skjali þar sem breytingar hafa verið færðar inn í breytingaham (e. track-changes)
Tilgangur breytinganna er í fyrsta lagi að skerpa á hlutverki stjórnar, í öðru lagi að gera skýrt að skrifstofa SVÞ er samtökunum til aðstoðar í stað framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins sem hefur látið af störfum, í þriðja lagi að fá nefndum Bílgreinasambandsins ríkara vald til að koma áherslumálum á framfæri með aðstoð skrifstofu SVÞ og í fjórða lagi að skýrt verði að framkvæmdastjórn Bílgreinasambandsins er í höndum skrifstofu SVÞ og á hennar ábyrgð undir vökulum augum stjórnar.
6. Undir liðnum önnur mál geta fundargestir óskað eftir að tjá sig um málefni sem snerta Bílgreinasambandið. Öllum sjónarmiðum verður vel tekið enda afar brýnt að efla starf sambandsins.
—> 20250605 Tillaga stjórnar BGS um breytingar á samþykktum sambandsins
SKRÁNING NAUÐSYNLEG