Aðalfundur Faghóps um stafræna verslun
Aðalfundur Faghóps um stafræna verslun verður haldinn þriðjudaginn 29. október nk. kl. 8:30-10:00. Þátttökurétt hafa allir þeir sem starfa innan aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Skrifstofa SVÞ, fyrir hönd formanns hópsins, Braga Þórs Antoníussonar, boðar hér með til fundarins.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Umræður um skýrslu stjórnar
Tillögur um breytingar á samþykktum hópsins
Aðrar lagabreytingar
Kosningar:
> Formaður til eins árs
> Tveir meðstjórnendur til tveggja ára
> Einn varamaður til eins árs
> Einn varamaður til tveggja ára
Önnur mál
Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu SVÞ í síðasta lagi 7 dögum fyrir upphaf aðalfundar, eða eigi síðar en við lok dags mánudaginn 21. október.
Vinsamlegast sendið bæði á svth@svth.is og á thoranna@svth.is
Tillaga um breyttar samþykktir
Hópurinn hefur nú starfað í tæpt ár. Er það samhljóða tillaga stjórnar að breyta skuli samþykktum til að útvíkka starfsemi hópsins svo hún eigi við stafræna þróun bæði á sviði verslunar og þjónustu. Núverandi samþykktir má lesa hér. Tillaga að nýjum samþykktum verður send út fyrir aðalfund. Meðal breytinga sem lagðar verða til eru breytingar sem snúa að hlutverki hópsins, sem verði í þessa veru:
Hlutverk hópsins:
> Að kortleggja tækifæri stafrænnar verslunar og þjónustu á Íslandi til að hámarka samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði.
> Að gæta hagsmuna innlendrar netverslunar og -þjónustu.
> Að þrýsta á að stjórnvöld styðji við bakið á stafrænni verslun og þjónustu.
> Að standa fyrir fræðslu um stafræna verslun og þjónustu.
> Að safna og miðla gögnum og þekkingu um stafræna verslun og þjónustu og þrýsta á stjórnvöld að safna slíkum upplýsingum þar sem við á/hægt er.
> Að fylgjast með hvaða breytingar eru í gangi í löndunum í kringum okkur og miðla til félagsmanna.
Við hvetjum alla félagsmenn sem áhuga hafa á stafrænum málum að mæta á fundinn og taka þátt í starfsemi hópsins.