Stafræn viðskipti á Íslandi 1200_750

Aðalfundur stafræna hópsins þann 27. október

Aðalfundur hópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, innan SVÞ, verður haldinn þriðjudaginn 27. október nk. kl. 8:30-10:30. Þátttökurétt hafa allir þeir sem starfa innan aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Skrifstofa SVÞ, fyrir hönd formanns hópsins, Braga Þórs Antoníussonar, boðar hér með til fundarins.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Umræður um skýrslu stjórnar
3. Kynning á hvatningu og tillögum til stjórnvalda
4. Aðrar lagabreytingar
5. Kosning formanns, stjórnamanna og varmanna
6. Önnur mál

Dagskrárliðir 1.-3. eru öllum opnir og verða aðgengilegir í beinni útsendingu í stafræna hópnum á Facebook hér, en 4.-6. eru eingöngu fyrir félagsmenn.

Eftirfarandi stjórnarsæti eru laus:
– Formaður til tveggja ára
– 2 meðstjórnendur til tveggja ára
– 1 meðstjórnandi til eins árs

Sjá má frambjóðendur til stjórnar með því að fletta glærunum hér fyrir neðan:

Hlutverk hópsins er að:

– kortleggja tækifæri stafrænnar verslunar og þjónustu á Íslandi til að hámarka samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði.
– gæta hagsmuna innlendrar netverslunar og -þjónustu.
– þrýsta á að stjórnvöld styðji við bakið á stafrænni verslun og þjónustu.
– standa fyrir fræðslu um stafræna verslun og þjónustu.
– safna og miðla gögnum og þekkingu um stafræna verslun og þjónustu og þrýsta á stjórnvöld að safna slíkum upplýsingum þar sem við á/hægt er.
– fylgjast með hvaða breytingar eru í gangi í löndunum í kringum okkur og miðla til félagsmanna.

Mikið hefur verið unnið á sviði hópsins sl. ár og mun sú vinna verða kynnt ítarlega á fundinum auk þess sem farið verður yfir fyrirhugaðar aðgerðir. Því hvetjum við alla félagsmenn sem áhuga hafa á stafrænum málum sérstaklega til að mæta á fundinn.

Dagsetning

27.október, 2020

Tími

08:30 - 10:30

Verð

Frítt
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn