Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka – ábyrgð félagsmanna SVÞ

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka – viðbrögð félagsmanna

Sérsniðið námskeið fyrir félagsmenn í SVÞ

Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.

Fyrirlesarar sérfræðingar KPMG

Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.

Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á málum er tengjast peningaþvætti og hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem lúta að hlítni við lög og reglugerðir. Hún ber einnig ábyrgð á málaflokknum hjá KPMG.

Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018. Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.

ATH! Námskeiðið verður haldið á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.

Dagsetning

19.janúar, 2022

Tími

08:30 - 10:00

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn