Ársfundur Samtaka atvinnulífsins
Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.
Í kjölfar nýliðinna skammtímasamninga beinum við sjónum okkar að stóra verkefninu framundan og framtíð íslensks atvinnulífs.
Fundurinn er snarpar 60 mínútur þar sem við stillum saman strengi.
Við heyrum raddir vinnumarkaðarins og rýnum í ferskar niðurstöður kannana um launaþróun, kjaraviðræður og vinnulöggjöf.
Katrín Jakobsdóttir , forsætisráðherra, flytur árlegt ávarp sitt á fundinum og við tökum púlsinn á forystusveit Húss atvinnulífsins þvert á atvinnugreinar. Eyjólfur Árni Rafnsson , formaður SA markar stöðuna og Sigríður Margrét Oddsdóttir , framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flytur jómfrúarræðu sína á þessum vettvangi.
Að því loknu gerum við okkur glaðan dag saman við ljúffengar veitingar og líðandi tóna.