Bankarnir og tölvuöryggi

Hvað segja bankarnir? – framhaldsfundur um tölvuglæpi

Í framhaldi af fjölmennum og vel heppnuðum hádegisfundi SVÞ þann 16. október sl. þar sem fjallað var um tölvuglæpi verður haldinn annar fundur um málið föstudaginn 1. nóvember næstkomandi kl. 8:30-10:00.

Mikil umræða skapaðist á síðasta fundi um hvernig öryggismálum hjá bönkunum væri háttað hvað þetta varðar og því var ákveðið að boða til þessa fundar og fá til okkar fulltrúa úr banka- og fjármálageiranum til að upplýsa okkur um það.

SVÞ félagar geta séð upptöku af síðasta fundi inni á lokuðum Facebook hóp SVÞ félaga hér: facebook.com/groups/samtok.vth – athugið að sækja þarf um aðgang með því að svara nokkrum spurningum til að staðfesta að þú starfir hjá aðildarfyrirtæki SVÞ. Einnig má sjá umfjöllun um fundinn úr fréttum RÚV sama dag hér (smellið á 00:07:35 – Netöryggi íslenskra fyrirtækja ábótavant).

Við hvetjum áhugasama til að tryggja sér sæti sem fyrst en síðast var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu.

Staðfest:

Netöryggi og fjársvik
Stefán Orri Stefánsson, hönnuður öryggismála á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka (Security Architect)
Stefán Orri er rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Íslandsbanka. Hann hefur starfað við öryggismál frá 2003, þar á meðal hönnun og smíði hugbúnaðar, úttektir og öryggisprófanir.

Ekki gráta í koddann – forsjá er betri en eftirsjá
Vilhelm Gauti Bergsveinsson, Yfirmaður netöryggisþjónustu Deloitte á Íslandi
Vilhelm er er mikill áhugamaður um netöryggismál og örugg vinnubrögð ásamt því að vera talsmaður þess að auka vitund starfsmanna á netöryggismálum. Hann sérhæfir sig í gerð netöryggisstefnu og áhættugreiningum fyrirtækja.
Úlfar Andri Jónasson, Verkefnastjóri í netöryggisþjónustuteymi Deloitte á Íslandi
Úlfar hefur víðtæka reynslu af tæknilegum úttektum og rekstri upplýsingakerfa, hefur fjölda vottana á sviði upplýsingatækni og öryggismála og fjölda vottana á sviði upplýsingatækni og öryggismála. Helstu verkefni Úlfars snúa að tæknilegum öryggisúttektum og framkvæmd áhættugreininga og ráðgjafar hjá viðskiptavinum.

Verum vakandi
Hákon Åakerlund og Guðmundur Örn Ingvarsson, öryggissérfræðingar Landsbankans
Netöryggissérfræðingar Landsbankans fjalla um það sem hæst ber í öryggismálum samtímans; tölvuárásir, bestu venjur í netnotkun, varnir og viðbrögð. Bankinn fær verðmætar upplýsingar í gegnum samstarf sitt við fjölda erlendra samstarfs- og eftirlitsaðila og mun miðla af reynslu sinni.

Verið er að bíða staðfestingar á fyrirlesurum frá Arion banka og munum við uppfæra upplýsingarnar hér um leið og þær liggja fyrir.

Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Tags:

Dagsetning

1.nóvember, 2019

Tími

08:30 - 10:00

Verð

Frítt
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík