Bransa Spjall: Velgengni og varúð á afsláttadögum í nóvember
Er allt tilbúið fyrir stærstu afsláttadaga ársins?
Komdu og taktu þátt í spennandi Bransa Spjalli þar sem reynsluboltar úr íslenskum verslunarheimi deila innsýn sinni og ráðum um hvernig hægt er að hámarka arðsemi á þessum dögum.
Viðburðurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Hylur, 1. hæð þann 18. september kl. 15:30 – 16:30.
Hverjir munu tala?
— Guðrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Kokku, mun ræða um arðsemi á þessum háspennudögum.
— Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri Elko, mun fjalla um áskoranir sem fylgja stórum afsláttadögum.
— Einar Thor, hjá Phygital, mun útskýra mikilvægi þess að kerfin séu vel smurð til að allt gangi snurðulaust fyrir sig.
Þessi viðburður er sérstaklega hugsaður fyrir fólk í verslunargreinum sem vilja bæta skilvirkni og árangur á afsláttadögum.
Einstakt tækifæri til að læra af þeim bestu og undirbúa sig fyrir stórhátíðirnar.
Vertu með og taktu forskot á samkeppnina!
Skráning nauðsynleg.