ChatGPT Vinnustofa I

ChatGPT vinnustofa I: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir byrjendur

Í kjölfar ChatGPT verkstæðisins á ráðstefnu SVÞ þann 13. mars bjóðum við nú upp á tvær sérhæfðar vinnustofur um notkun ChatGPT.

Fyrri vinnustofan, sem hentar byrjendum, fer fram 2. apríl. Sú síðari verður 30. apríl og tekur fyrir efni fyrir lengra komna (s.s. CustomGPT/MyGPT, Projects, Tasks o.fl.).

Þau sem taka þátt í þeirri fyrri ættu að vera vel í stakk búin til að mæta í þá seinni.

Hvað lærir þú?

Vinnustofan hentar þeim sem hafa stofnað ChatGPT-reikning og prófað forritið, en vilja verða markvissari í notkun þess.

  • Þú færð smá innsýn í hvernig ChatGPT og svipuð módel virka, til að geta betur notað þau.
  • Þú lærir að stilla ChatGPT eftir þínum þörfum og gera upplifunina persónulega og áhrifaríka.
  • Við skoðum ýmislegt sem hægt er að gera með ChatGPT, ekki síst það sem nýtist þátttakendum beint.
  • Sérstök áhersla er lögð á hvernig þú spyrð – því “prompting” er lykillinn að því að hafa virkilega gagn af ChatGPT og fá sem mest út úr því.

Nálgunin er 100% praktísk

Þátttakendur koma með eigin tölvur, prófa, æfa sig og fá tækifæri til að spyrja leiðbeinanda og besta vin hennar spjörunum úr.

Leiðbeinandi er Þóranna K. Jónsdóttir

Þóranna hefur verið power-notandi á ChatGPT frá fyrstu dögum og nagaði þröskuldinn þegar hægt var að kaupa áskrift. Hún stýrði ChatGPT verkstæðinu á SVÞ ráðstefnunni og hefur mikla reynslu í að kenna flókið efni á einfaldan hátt. Þóranna stundar nú nám hjá NextMBA í notkun gervigreindar í viðskiptum.

Fjölskyldan kallar ChatGPT besta vin Þórönnu – sérstaklega þegar þeim finnst nóg komið af notkun þess þess í bili. 😀)

ATH! Einungis í boði fyrir félagsfólks í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu.
Ekki viss hvort að fyrirtækið sé með aðild að SVÞ? Smelltu hér til að athuga hvort þitt félag eigi félagsaðild

Vegna fjöldatakmarkana er skráning algjörlega nauðsynleg!

  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Bóka viðburð

Laus 2
Uppselt.

Dagsetning

2.apríl, 2025

Tími

08:30 - 10:30

Verð

FRÍTT FYRIR FÉLAGSFÓLK SVÞ
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁ