Umbreyttu upplifun viðskipavina með árangursríkri notkun CRM
Áhrifarík notkun viðskiptatengsla (customer relationship management, eða CRM) getur gjörbreytt upplifun viðskiptavina og aukið ánægju þeirra. Mörg fyrirtæki eiga þó erfitt með að finna rétta nálgun og innleiða CRM alla leið. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hvað CRM í raun er, hver ávinningurinn er af notkun þess, að hverju þarf að huga og hver lykilatriði eru til árangurs.
Fyrirlesari: Charlotte Åström, Þróunarstjóri viðskiptasambandsins, VÍS
Charlotte er reynslumikill leiðtogi og markþjálfi og hefur unnið að eflingu viðskiptasambanda og og viðskiptatengsla (CRM) sl. 15 ár. Hún hefur umfangsmikla reynslu af því að leiða stefnumótandi verkefni innan alþjóðlegra fyrirtækja og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við DFDS, Arion banka, Össuri, Eimskip and Securitas. Í dag er Charlotte Þróunarstjóri viðskiptasambandsins (e. Head of Customer Engagement and CRM) hjá tryggingafélaginu VÍS og leiðir CRM innleiðingu innan fyrirtækisins.