
CSRD Námskeið 25. & 26.mars 2025
Samtök atvinnulífsins bjóða upp á tveggja daga CSRD námskeið 25. og 26. mars í samstarfi við sænska ráðgjafafyrirtækið Enact. Námskeiðið fer fram á ensku. Sambærilegt námskeið var haldið í fyrra og vegna góðrar endurgjafar (4,64/5) og vaxandi þarfar fyrir þekkingu á CSRD hefur verið ákveðið að bjóða upp á það aftur.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig nota skal ESRS staðla til að uppfylla CSRD löggjöf um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum nauðsynlega þekkingu og verkfæri til að geta hafið vinnu strax við að uppfylla CSRD kröfur með notkun ESRS staðla, og þar með draga úr þörf á utanaðkomandi ráðgjöf.
- Staðsetning: Borgartún 35
- Tími: 8:30-17:00 báða daga
- Verð: 155.000 kr. (matur innifalinn)
- Pláss: 30 manns, fyrstur kemur – fyrstur fær