Hvernig getum við keppt við erlendu risana?
Það fer ekki framhjá neinum að innlend verslun mætir sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum netverslunarrisum á borð við Amazon, Asos, AliExpress og fleiri.
Í nýlegri könnun kom skýrt fram hversu mikilvægt er að íslenskar verslanir, og þá ekki síst netverslanir, bæti sig, en jafnframt hvar tækifæri eru til samkeppnisforskots á þáttum sem ómögulegt er fyrir stóru risana að keppa á.
Í tilefni af þessu fengum við Eddu Blumenstein, PhD í umbreytingu smásölu (e. retailing transformation) til að ráðleggja okkur hvernig íslenskir smásalar geta keppt við erlendu risana.
Edda Blumenstein, er stofnandi og ráðgjafi hjá beOmni sem er séhæfð ráðgjöf í smásölu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofur, bæði á Íslandi og erlendis, ásamt því að kenna við Strathclyde University í Glasgow, Skotlandi. Í ráðgjöfinni sameinar Edda áratuga reynslu úr viðskiptum við doktorsrannsóknir sína.
Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember kl. 8:30-9:30 á netinu.
ATH! Eingöngu fyrir félagsfólk í SVÞ.
Skráning fer fram hér fyrir neðan.