Ferðalag viðskiptavinarins: áhersla Póstsins og lærdómur í miðri fjallgöngu
Hvað er viðskiptavinurinn þinn að upplifa?
Fyrirtæki um allan heim leggja í auknum mæli áherslu á upplifun viðskiptavina sem aðgreiningarþátt og uppsprettu samkeppnisforskots Fjárfesting í góðri upplifun getur dregið úr kostnaði við þjónustu og hefur jákvæð mælanleg áhrif á árangur fyrirtækja.
Kortlagning ferðalags viðskiptavina er gríðarlega hjálplegt ferli sem felur í sér að skilja og stjórna upplifun viðskiptavina í gegnum kaup- eða þjónustuferlið, frá því að þörf verður til og þar til eftir að viðskipti hafa farið fram.
Þegar verkefnið er stórt, hagsmunaaðilar margir og ferðalagið flókið, hvar er best að byrja og hvað skiptir mestu máli?
Fyrirlesarar:
Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum. Auður Ösp átti áður og rak ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík með góðum árangri. Auður er að ljúka gráðu í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu og er að skrifa lokaverkefni um omnichannel verslun á Íslandi.
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum. Ósk heiða er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og umbreytingu sölu og þjónustu, bæði á B2B og B2C markaði.