Fjártækni og framtíðin: Vegferð greiðslumiðlunar hérlendis

Morgunfundur: Fjártækni og framtíðin: Vegferð greiðslumiðlunar hérlendis

Hvaða greiðslumiðlunarleiðir standa til boða fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki?

Hvernig er landslagið í dag – hvað er framundan?

KPMG og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða til morgunfundar um greiðslumiðlun og fjártækni.

Leitast verður við að skilja hugtökin á þessu sviði og setja þau í samhengi við þann raunveruleika og margbreytilegan markað sem þjónustuveitendur og seljendur búa við. Svarað verður spurningum á borð við „getur þetta nýst mér og hvernig?“ Farið verður yfir hvaða möguleikar og tegundir af greiðslumiðlunum eru í boði og hvernig þeir virka, og þau auknu tækifæri sem þróanir í fjártækni hafa í för með sér.

Kröfur í lagaumhverfinu eru einnig stöðugt að aukast og eftirlit að verða umfangsmeira m.a. vegna nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og persónuvernd. Komandi greiðslumiðlunarfrumvarp hérlendis sem byggir á PSD2 tilskipun Evrópusambandsins er svo enn eitt sem hafa mun áhrif á þessa þróun.

Fyrirlesarar morgunfundarins eru sérfræðingar frá KPMG á sviði sem hafa m.a. reynslu á sviði stafrænnar framtíðar og tækni og Ásgeir Ásgeirsson, tæknistjóri og meðstofnandi Meniga.

ATHUGIÐ AÐ FULLT ER ORÐIÐ Á VIÐBURÐINN!

Við stefnum á annan viðburð varðandi þessi mál síðar svo endilega smelltu hér og skráðu þig á póstlistann til að tryggja að þú missir ekki af neinu!

Dagsetning

25.september, 2019

Tími

08:30 - 10:00
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík