Framtíðin er græn og stafræn, vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála
Hvernig getur fyrirtækið þitt vaxið og dafnað á tímum stafrænna umbreytinga og svarað kröfu samfélagsins til umhverfismála?
Miðvikudaginn 12.janúar 2022 ætla sérfræðingar frá Krónunni þau; Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon að deila með okkur vegferð Krónunnar til að einfalda viðskiptavinum lífið og hvernig bæði stafrænar lausnir og markviss umhverfisstefna hafa skipt sköpum í því samhengi.
Upplifun viðskiptavina er ávallt í forgrunni hjá Krónunni. Umhverfið breytist, viðskiptavinir sömuleiðis og vill Krónan breytast í takt.
Til að svo verði þarf oft að taka framúrstefnulegar og djarfar ákvarðanir. Í erindinu verður fjallað um vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála á síðustu árum og hvernig þessir tveir mikilvægu þættir geta haldist í hendur.
FYRIRLESARAR:
Lilja Kristín Birgisdóttir
Sérfræðingur í markaðs og umhverfismálum hjá Krónunni
Lilja Kristín starfar sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni og ber þar marga ólíka hatta.
Sérfræðiþekking Lilju liggur meðal annars í stafrænni markaðssetningu og upplifunarmarkaðssetningu og brennur hún fyrir umhverfismálum innan starfsstöðva Krónunnar.
Sigurður Gunnar Markússon
Forstöðumaður viðskiptaþróunar og umbótaverkefna hjá Krónunni
Sigurður Gunnar hefur áratugareynslu af íslenskum matvörumarkaði og leiðir viðskiptaþróun Krónunnar. Viðskiptaþróun sinnir þróun og uppbyggingu Krónunnar þar með talið stafrænni þróun.
Staðsetning: ZOOM fundur
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ